Elliðavatn opnar

Einar Falur Ingólfsson

Elliðavatn opnar

Kaupa Í körfu

Stangaveiði hófst í Elliðavatni og Litluá í gærmorgun "ÞAÐ hafa komið hérna milli 50 og 60 manns og þeir hörðustu voru mættir hér á hlaðinu um klukkan sjö í morgun en það er frekar kalt hérna, hvasst og hiti um frostmark og veiði þess vegna verið lítil. Samt fengu menn nokkrar bleikjur og urriða, 1-2 punda," sagði Vignir Sigurðsson, eftirlitsmaður við Elliðavatn, um hádegisbilið í gær, en þá hófst formlega stangaveiðivertíðin í vatninu. ENGINN MYNDATEXTI. (Veiðimenn standa í vari vestan við Elliðavatnsbæinn í Elliðavatni í gær, og kasta flugunni, en 1.maí hefst veiði í vatninu ár hvert. Þrátt fyrir erfið skilyrði, en hiti var við frostmark og fraus í lykkjum veiðimanna, þá voru menn að fá einn til þrjá fiska sumir hverjir, urriða og bleikju.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar