Nimblegen Systems

Sverrir Vilhelmsson

Nimblegen Systems

Kaupa Í körfu

Stjórnarformaður Nimblegen Systems segir Ísland hafa orðið fyrir valinu fyrir framleiðslu og þjónustu fyrirtækisins m.a. vegna hæfni starfsfólksins BANDARÍSKA líftæknifyrirtækið Nimblegen Systems, sem hefur verið með rannsóknarstofu á Íslandi frá því í febrúar á síðasta ári, hefur verið að færa út kvíarnar að undanförnu. Fjárfestar hafa nýlega fjárfest 12,5 milljónir Bandaríkjadala í fyrirtækinu, jafnvirði um 950 milljóna íslenskra króna, en alls hefur fyrirtækið orðið sér úti um 32,5 milljónir dala frá stofnun á árinu 1999, eða tæpa 2,5 milljarða íslenskra króna. Auk þessa hefur Nimblegen Systems gert samning við japanska fyrirtækið GeneFrontier um dreifingu á framleiðsluvörum og þjónustu fyrirtækisins í Japan. MYNDATEXTI: Sigríður Valgeirsdóttir, forstöðumaður rannsóknastofu Nimblegen Systems, þriðja frá vinstri, og Róbert Palay, stjórnarformaður fyrirtækisins, þriðji frá hægri, ásamt hluta starfsfólksins. (Kristín Rut Kristinsdóttir, Erla Hrönn Geirsdóttir, Sigríður Valgeirsdóttir Ómat Traustason, Robert Palay, Einar Hrafn Guðmundsson og Áslaug Einarsdóttir)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar