Kalt hjá smáfuglunum

Ólafur Bernódusson

Kalt hjá smáfuglunum

Kaupa Í körfu

EFTIR einmuna blítt veðurfar í allan vetur hefur kuldakastið nú um sumarmál komið mörgum á óvart og vakið litla hrifningu. Þannig er því örugglega einnig varið hjá skógarþrestinum sem búinn var að gera sér hreiður og verpti síðan í það á sumardaginn fyrsta. Hann hefur þó ekki látið sig og liggur á í snjókomu þó hann sé jafnvel hálfur á kafi í snjó. Hann kærir sig þó ekkert um myndatökur og var lítt hrifinn af tilburðum fréttaritara Morgunblaðsins þegar hann var að reyna að læðast að honum í hreiðrinu. Flögraði hann alltaf burt og lét vel í sér heyra. Þó að fréttaritarinn kunni ekki fuglamál er hann ekki í nokkrum vafa um hvað þrösturinn var að meina með ræðuhöldum sínum og stalst því til að taka eina mynd af híbýlum þrastarins. EKKI ANNAR TEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar