Helgun minnisvarða

Anna Ólafsdóttir

Helgun minnisvarða

Kaupa Í körfu

EFTIR fjölmenna hátíðarguðsþjónustu á páskadag í Odda á Rangárvöllum gengu kirkjugestir út fyrir þar sem séra Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Odda, helgaði stein sem ætlaður er til minningar um þá sem hvíla annars staðar en í Oddakirkjugarði. Fyrir u.þ.b. fimm árum kom það fyrst til tals í sóknarnefnd Oddakirkju að setja upp minnisvarðann en ákveðið að láta það bíða þess að gerðar yrðu endurbætur í kirkjugarðinum sem síðan var ráðist í í fyrrasumar. MYNDATEXTI: Við helgun minnisvarðans í Oddakirkjugarði sungu séra Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Odda, og Gísli Stefánsson söngvari sálminn Jurtagarður er Herrans hér úr 2. Passíusálmi séra Hallgríms Péturssonar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar