Auður Vésteinsdóttir

Jim Smart

Auður Vésteinsdóttir

Kaupa Í körfu

Lágstemmd hrynjandi einkennir listvefnað Auðar Vésteinsdóttur sem einnig er með heilsteypta sýningu, í Sverrissal í Hafnarborg. Verk hennar eru einföld og falleg, sama þemað er síendurtekið en með mismunandi blæbrigðum, hún vinnur nú með ull, hör og hrosshár. Auður vísar til náttúrunnar í verkum sínum, gefur þeim nöfn lækja á Vestfjörðum og tileinkar þau föður sínum, Vésteini Bjarnasyni. Síendurtekinn rytmi vefjarins og verkanna í salnum rímar vel við hvert einstakt verk, hrynjandin innan hvers þeirra er endurtekin á sýningunni í heild. Hér er ekkert stórfljót á ferð, engin iðuföll og boðaköst heldur lágvær kliður lækjarins, Auður heldur sig innan fastskorðaðs ramma á þessari sýningu og nær þannig fram áferðarfallegri og heilsteyptri mynd. MYNDATEXTI: Lágstemmd hrynjandi í listvefnaði Auðar Vésteinsdóttur í Hafnarborg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar