Þorbjörg Þórðardóttir

Jim Smart

Þorbjörg Þórðardóttir

Kaupa Í körfu

Þorbjörg Þórðardóttir sýnir nú veflistaverk í Hallgrímskirkju og er ekki öfundsverð af því að reyna að koma listaverkum fyrir þar í hálfmyrkri og á dökkum veggjum. Verk hennar úr ull, hör, sísal og hrosshári standa sig þó vel í rýminu, sér í lagi heitir og skærir litir. Í þessu samhengi er auðvelt að ljá verkunum trúarlegt og upphafið inntak sem þau hefðu tæpast annars staðar, hér verður appelsínuguli liturinn að trúarhita á meðan annars staðar myndi hann kalla fram aðrar tilfinningar, ást eða eld í iðrum jarðar. Verk Þorbjargar eru einföld og ákveðin í formum og það gefur þeim aukið líf að gefa þeim þrívídd. Saman mynda þau sterka heild. Þau beinlínis hrópa á betri birtu og staðsetningu, en ná þó fyllilega að standa fyrir sínu við þessa aðstæður. MYNDATEXTI: -Flæðandi ákveðni í verkum Þorbjargar Þórðardóttur í Hallgrímskirkju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar