Böðvar Stefánsson

Sigurður Jónsson

Böðvar Stefánsson

Kaupa Í körfu

Böðvar Stefánsson á Selfossi geymir áletraða búrkistu á heimili sínu "ÞAÐ sem gerir þessa búrkistu merkilega er ekki bara sagan heldur líka að afi minn, Böðvar Magnússon á Laugarvatni, lét Ragnar Ásgeirsson ráðunaut, listfengan og hagmæltan mann, skreyta hana. Fyrir bragðið er hún mun fallegri en hún hefur verið fyrir þann tíma. Hún er merkileg fyrir þá sök að henni fylgir sú sögn að aldrei skuli þrjóta mat í kistunni hjá þeim sem er með hana," segir Böðvar Stefánsson, fyrrverandi skólastjóri, um búrkistuna sem fylgt hefur ætt hans samkvæmt þeim reglum að hana skyldi ávallt varðveita elsti ættinginn sem bæri nafnið Böðvar. MYNDATEXTI: Böðvar Stefánsson, fyrrverandi skólastjóri, með ættargripinn, áletruðu búrkistuna, á heimili sínu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar