Tónleikar í Reykjahlíðarkirkju

Birkir Fanndal Haraldsson

Tónleikar í Reykjahlíðarkirkju

Kaupa Í körfu

HÚSFYLLIR var í Reykjahlíðarkirkju að kvöldi föstudagsins langa þar sem 8 listamenn fluttu tónlist sem hæfði vel deginum. Flytjendur voru Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Laufey Sigurðardóttir fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir lágfiðla, Bryndís Björgvinsdóttir selló, Hávarður Tryggvason kontrabassi, Kjartan Óskarsson klarinett, Brjánn Ingason fagott og Þorkell Jóelsson horn. Sú hljóðfæraskipan með söng, sem þarna var boðið upp á gaf afar mikla hljómfyllingu í kirkjuna, sem bar einna hæst við flutning á Ave Maria eftir Caccini sem ekki mun áður hafa heyrst í Mývatnssveit. Útsetningar voru flestar gerðar af Kjartani Óskarssyni. Þetta ágæta listafólk var með tvenna tónleika í sveitinni um páskana, seinni tónleikarnir voru í Skjólbrekku á laugardaginn. MYNDATEXTI: Listafólkið stillti sér upp að loknum tónleikunum í Reykjahlíðarkirkju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar