Margæsir á Álftanesi

Margæsir á Álftanesi

Kaupa Í körfu

STARFSMAÐUR Náttúrustofu Vesturlands rak augun í forvitnilegan grip við venjubundna könnun á refagrenjum í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli nýlega. Reyndist gripurinn, sem fannst við greni í ábúð, vera gervihnattasendir ..... Eru allar líkur taldar á því að hann sé einn af sex sendum sem notaðir voru til þess að merkja margæsir á Álftanesi í fyrrasumar. Margæsir eru farfuglar sem staldra við á Fróni í rúman mánuð á vorin til að fita sig fyrir varp í íshafseyjum Kanada. Þær koma síðan við aftur á haustin og dvelja í tæpa tvo mánuði áður en þær hverfa til Bretlandseyja. MYNDATEXTI: Margæsir á flugi yfir Álftanesi

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar