Hraunfossar

Sigríður Kristinsdóttir

Hraunfossar

Kaupa Í körfu

Ferðamannasvæðið við Hraunfossa og Barnafoss í Borgarfjarðarsveit var formlega opnað á þriðjudag og afhjúpaði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra nýtt upplýsingaskilti við það tækifæri. Samtímis var undirritaður samningur, þar sem Borgarfjarðarsveit tekur að sér allt viðhald og rekstur á þeim mannvirkjum sem Ferðamálaráð hefur látið koma fyrir á svæðinu. Umfangsmiklar framkvæmdir á vegum Ferðamálaráðs hafa farið fram á svæðinu undanfarin ár. Gengið hefur verið frá bílastæði, sem Vegagerðin byggði árið 1995, með aðkomutorgi. MYNDATEXTI: Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, vígir upplýsingaskilti við Hraunfossa. HRAUNFOS.JPG er frá Ferðamálaráði og sýnir svæðið árið 1995, áður en framkvæmdir hófust.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar