Halldór Ásgrímsson í Reykholti
Kaupa Í körfu
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra afhenti í gær Snorrastofu í Reykholti málverk eftir Finn Jónsson, en myndin sýnir Reykholtsstað eins og hann leit út áður en Héraðsskólinn var byggður. Bergur Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Snorrastofu, telur líklegt að bæjarstæðið, sem myndin sýnir, sé bæjarstæði Snorra Sturlusonar. Halldór rakti sögu málverksins við athöfnina í Reykholti í gær. Brunabótafélag Íslands færði norska tryggingafélaginu Store Brand málverkið að gjöf árið 1947 í tilefni aldarafmælis norska félagsins það ár. Mikið samstarf var á milli þessara tryggingafélaga á árum áður. Á síðasta ári ákvað norska tryggingafélagið að færa íslenska utanríkisráðuneytinu málverkið að gjöf, kvaðalaust. Halldór sagði að starfsmenn ráðuneytisins hefðu verið sammála um að besti staðurinn fyrir myndina væri Reykholt. Myndatexti: Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra tók ákvörðun um að gefa Snorrastofu málverkið eftir að það komst í umsjón utanríkisráðuneytisins.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir