Óvenjustór skarkoli í netin

Óvenjustór skarkoli í netin

Kaupa Í körfu

AÐ undanförnu hefur verið góð veiði af skarkola á netavertíð í Breiðafirði. Þegar áhöfnin á Gretti SH 104 frá Stykkishólmi var að draga netin á Ólafstúni vestur af Oddbjarnarskeri slæddist vænn skarkoli í netin. Hann reyndist vera 74,5 sentimetrar á lengd sem er óvenju stór skarkoli. Myndatexti: Jón Bjarki Jónatansson, stýrimaður á Gretti SH 104, heldur á skarkolanum. Páll Þorbergsson kokkur fylgist með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar