Vladimir Ashkenzy og umræðan um tónlistarhús

Vladimir Ashkenzy og umræðan um tónlistarhús

Kaupa Í körfu

"MIÐAÐ við seinaganginn gæti farið svo að fólk sem er að spila hér í dag fái ekki að njóta þess að spila í Tónlistarhúsinu. Og það verður erfitt fyrir mig að koma úr kirkjugarðinum að stjórna." Vladimir Ashkenazy var harðorður í garð stjórnmálamanna á blaðamannafundi jarðýtunefndar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í gær en nefndina skipa hljómsveitarmeðlimir sem ætla að standa vörð um að staðið verði við fyrirheit og áform um byggingu Tónlistarhúss við Austurbakka án frekari tafa. Ashkenazy kynnti tölfræðilegar upplýsingar um tónlistarhús í Finnlandi og í Japan. Í Finnlandi hafa fjölmörg tónlistarhús risið síðustu fimm árin í bæjum með 40-60 þúsund íbúa og í Japan er að meðaltali eitt veglegt tónlistarhús á hverja hundrað þúsund íbúa. "Hvers vegna við eigum ekki enn tónlistarhús hér er mér fyrirmunað að skilja. Íslendingar eru meðal ríkustu þjóða heims." MYNDATEXTI: Vladimir Ashkenazy var harðorður á fundi með liðsmönnum jarðýtunefndar Sinfóníuhljómsveitarinnar í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar