Á bryggjunni í Ólafsvík

Alfons Finnsson

Á bryggjunni í Ólafsvík

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var mikið um að vera á bryggjunni í Ólafsvík í sumarblíðunni sem loksins lét að sér kveða. Auk trillukarlanna sem voru að landa afla dagsins fjölmenntu börn og fullorðnir á bryggjuna með veiðistangir og tóku til óspilltra málanna við að veiða á bryggjusporðinum. Veiðimenn fengu allar tegundir af fiski og voru ánægðir með aflann, og höfðu ekki áhyggjur af öllu þessu kvótatali frambjóðenda til alþingiskosninga sem eru á næsta leyti og veiddu sem mest þeir gátu. MYNDATEXTI: Mæðginin Óli og Hrefna nutu veðurblíðunnar niðri við höfn og stunduðu veiðar á bryggjunni. Fiskirí var gott og Óli fékk þennan fína marhnút.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar