Engjateigur 7

Jim Smart

Engjateigur 7

Kaupa Í körfu

Ístak hefur reist einstakt hús í Engjateigi 7 fyrir nýjar höfuðstöðvar sínar og húsið er að mörgu leyti mjög nýstárlegt. "Mér finnst þetta hús vera listaverk," segir Páll Sigurjónsson stjórnarformaður. Magnús Sigurðsson kynnti sér húsið. VIÐ Engjateig 7 í Reykjavík er risin nýtízkuleg bygging, sem skiptist í þrjár einingar. Athygli vekur einkum tengibyggingin milli þeirra, en hún er úr gleri. "Tengibyggingin er eins og gjá, sem skiptir byggingunni í hluta og í þessari gjá eru allir stigar, lyftur og annað, sem tengir þessar þrjár einingar saman," segir Egill Guðmundsson, arkitekt hjá teiknistofunni Arkís ehf., en KHR AS arkitekter í Kaupmannahöfn og Arkís hafa hannað bygginguna í sameiningu. MYNDATEXTI: Frá vinstri: Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks, Páll Sigurjónsson stjórnarformaður, Þórunn Pálsdóttir fjármálastjóri, Elín Gunnlaugsdóttir og Egill Guðmundsson, arkitekar hjá Arkís. Jan Søndergård, arkitekt hjá KHR AS, ásamt samstarfsmönnum og þau Egill, Elín og Birgir Teitsson arkitekt hafa borið hitann og þungann af hönnun hússins. Hönnunardeild Ístaks, VSB, verkfræðistofa, Raftákn og VSI voru meðhönnuðir að húsinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar