Ferming í Vopnarfjarðarkirkju

Ferming í Vopnarfjarðarkirkju

Kaupa Í körfu

Þess var minnst um helgina að 100 ár eru liðin frá því að Vopnafjarðarkirkja var tekin í notkun. Kirkjan var byggð samkvæmt landshöfðingjaleyfi frá 7. nóvember árið 1899 en umræður um nauðsyn þess að byggja kirkju í Vopnafjarðarkauptúni höfðu staðið yfir frá 1890. Kirkjan var reist á skika sem gamla selstöðustórveldið Örum og Wulf gaf úr lóð verslunarinnar. Forsmiður var Björgólfur Brynjólfsson, sem einnig smíðaði Hofskirkju í Vopnafirði. Myndatexti: Fermingarbörn með presti sínum í Vopnafjarðarkirkju í vor.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar