Eldhamar GK 13

Hafþór Hreiðarsson

Eldhamar GK 13

Kaupa Í körfu

Þau eru ekki mörg eftir í upprunalegri mynd síldarskipin sem byggð voru fyrir Íslendinga á sjöunda áratug síðustu aldar. Þau eru þó til og Eldhamar GK 13 er sennilega það eina sem gert er út til veiða um þessar mundir, orðið 37 ára gamalt. Skipið er nánast óbreytt að ytra útliti, engar stórar breytingar hafa verið gerðar á skrokki þess eða brú. Þá er aðalvélin, 660 hestafla Lister Blackstone, búin að vera í því frá upphafi. Eldhamar GK 13 telst nú vera 229 brúttórúmlestir að stærð og var hann smíðaður í Flekkefjord í Noregi 1966. MYNDATEXTI: Netabáturinn Eldhamar GK 13 kemur til hafnar í Grindavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar