Karlakórinn Drífandi - Kvöldvaka

Sigurður Aðalsteinsson

Karlakórinn Drífandi - Kvöldvaka

Kaupa Í körfu

Karlakórinn Drífandi og Kvenfélag Skriðdæla héldu kvöldvöku síðasta vetrardag í Félagsheimilinu á Arnhólsstöðum í Skriðdal.Þar söng Karlakórinn Drífandi við undirleik stjórnanda síns Drífu Sigurðardóttur sem kórinn heitir eftir og Tryggva Hermannssonar sem lék undir í einsöngs- og tvísöngslögum, einnig lék undir á harmoniku Þórlaug Jónsdóttir. Einsöng með kórnum söng Ragnar Magnússon og tvísöng Hermann Eiríksson og Ómar Þröstur Björgúlfsson. Guðlaugur Sæbjörnsson söng lag við þýddan og staðfærðan texta Hreins Halldórssonar sem lék undir á harmoniku. Þrjár ungar konur Katrín Huld Káradóttir, Fanney Vigfúsdóttir og Sigurveig Stefánsdóttir sungu tvö lög við undirleik Drífu. MYNDATEXTI: Karlakórinn Drífandi söng af innlifun fyrir fullu húsi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar