Handverk eldri borgara á Hvolsvelli

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir

Handverk eldri borgara á Hvolsvelli

Kaupa Í körfu

ELDRI borgarar í Rangárþingi héldu nýlega veglega sýningu á munum sem þeir hafa unnið í vetur. Það er félagsstarf aldraðra í sýslunni sem stendur fyrir handverkskennslu í Njálsbúð í hverri viku en þar hafa eldri borgarar nú fengið rúmgott húsnæði undir félagsstarf sitt. Rósalind Ragnarsdóttir hefur verið óþreytandi við að kenna eldri borgurunum ýmislegt handverk en einnig hafa fleiri kennarar komið að til dæmis til að kenna útskurð. Á sýningunni í Hvolnum gat að líta mjög fjölbreytt handverk, s.s. silkimálun, útskurð, þrívíddarmyndir, freskur, hefðbundna handavinnu og margt fleira. Um það bil 30 manns áttu verk á sýningunni sem stóð í tvo daga og var fjölsótt. MYNDATEXTI: Hér má sá hluta af munum á sýningunni, m.a. rennda og útskorna trémuni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar