Vladimir Ashkenazy

Arnaldur Halldórsson

Vladimir Ashkenazy

Kaupa Í körfu

HÁSKÓLABÍÓ var þétt setið áheyrendum og eftirvæntingin fyllti hverja fellingu kvikmyndahússins þegar War Requiem Benjamins Brittens frá 1962 var flutt í gær undir handleiðslu heiðursstjórnanda Sinfóníuhljómsveitarinnar með stuðningi brezka og þýzka sendiráðsins. Eða nánar tiltekið frumflutt á Íslandi - þó ekki væri það tekið fram í annars fróðlegri tónleikaskrárumsögn Árna Heimis Ingólfssonar. Má því með sanni segja að lengi hafi verið von á þessu trúlega frægasta sinfóníska kórverki Breta frá ofanverðri 20. öld. MYNDATEXTI: Auðsætt var á innlifaðri stjórn Ashkenazys hvað tilfinningaleg túlkun ljóðsins í manandi umgjörð aldaforns sálumessutextans var honum hjartfólgin

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar