Haukar - ÍR 34:22

Haukar - ÍR 34:22

Kaupa Í körfu

Hrun eftir góðan þrettán mínútna kafla varð ÍR-ingum að falli þegar þeir sóttu Hauka heim í Hafnarfjörðinn í gær. Þrautreyndir Haukar létu ekki bjóða sér slíkt, sneru taflinu við og létu síðan kné fylgja kviði með 34:22 sigri. Leikurinn í gær var sá þriðji í úrslitum Íslandsmótsins, Hafnfirðingar hafa unnið tvo og Breiðhyltingar einn en þeir verða að gera mun betur þegar liðin mætast í fjórða sinn í Breiðholtinu á þriðjudaginn - annars fara Haukar heim með Íslandsbikarinn. Myndatexti: Halldór Ingólfsson, leikmaður Hauka, kominn framhjá varnarmönnum ÍR, og þess albúinn að skora eitt sex marka sinna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar