Hætt við tilfærslu en ekki heildaraukningu stuðnings

Tillögur starfshópsins eru sagðar rekast á markmið fjármálaáætlunar stjórnvalda.
Tillögur starfshópsins eru sagðar rekast á markmið fjármálaáætlunar stjórnvalda. mbl.is/Sigurður Bogi

Til­lög­ur starfs­hóps Þjóðhags­ráðs um aðgerðir og um­bæt­ur á hús­næðismarkaði eru skrýdd­ar já­kvæðum mark­miðum en eru engu að síður ófull­nægj­andi vegna skorts á bein­um viðmiðum um þörf fyr­ir fjár­mögn­un stofn­fram­laga og ann­ars stuðnings.

Þá rek­ast til­lög­urn­ar á mark­mið fjár­mála­áætl­un­ar stjórn­valda 2022 til 2026 sem ger­ir ráð fyr­ir lækk­un út­gjalda til hús­næðisstuðnings á næstu árum. Þetta kem­ur fram í Kjara­f­rétt­um Efl­ing­ar.

Stuðning­ur flutt­ur frá tekju­lægri til hærri

Bent er á að hús­næðis­kostnaður sé nú sá allra hæsti í Evr­ópu, bæði fyr­ir eig­end­ur og leigj­end­ur. Húsa­leigu­bæt­ur og vaxta­bæt­ur séu ófull­nægj­andi og hafi ekki fylgt verðhækk­un­um á hús­næði.

„Hætta er á að stjórn­völd færi ein­ung­is sum form hús­næðisstuðnings yfir í önn­ur, án heild­ar­aukn­ing­ar stuðnings við heim­il­in, líkt og gert hef­ur verið á síðustu árum. Þannig voru vaxta­bæt­ur látn­ar fjara út um leið og stofn­fram­lög til ódýrra leigu­íbúða voru hækkuð og boðið var uppá skatta­lækk­un vegna nýt­ing­ar sér­eigna­sparnaðar til íbúðakaupa, sem mest nýt­ist hærri tekju­hóp­um,“ seg­ir meðal ann­ars.

Hús­næðisstuðning­ur stjórn­valda hafi í reynd verið flutt­ur frá lág­tekju­hóp­um til tekju­hærri hópa. Þessu þurfi að snúa kröftu­lega til baka ef mark­mið hóps­ins eiga að nást.

Inn­leiða þurfi þök á leyfi­lega upp­hæð 

Einnig er bent á að lof­orð frá Lífs­kjara­samn­ingn­um árið 2019 um sterk­ari stöðu leigj­enda og aukna leigu­vernd hafi ekki verið efnd.

„Til­lög­ur nefnd­ar­inn­ar um þetta ganga í rétta átt en eru of al­mennt orðaðar og sýna ekki hvernig bönd­um verði komið á taum­laus­ar verðhækk­an­ir, bæði á leigu og kaup­verði íbúðar­hús­næðis.“

Meðal ann­ars þurfi að inn­leiða viðmið eða þök á leyfi­lega upp­hæð leigu fyr­ir al­menn­ar sem setji skýr viðmið um há­mörk sem halda beri í og að ákvæði fylgi um viður­lög vegna frá­vika eða brota.

Lof­orð um vaxta­bæt­ur svik­in 

Þá sé ekki bara mik­il­vægt að bæta stöðu leigj­enda held­ur sé einnig æski­legt að lág­tekju­fólk geti eign­ast íbúð eins og verka­manna­bú­staðakerfið og fé­lags­lega hús­næðis­kerfið stefndi að í ára­tugi. Þegar það hafi verið lagt niður hafi því verið lofað að vaxta­bóta­kerfið myndi áfram niður­greiða hús­næðis­kostnað lægri og milli­tekju­hópa og létta þeim íbúðakaup­in.

„Þessi lof­orð hafa verið svik­in með því að vaxta­bóta­kerfið hef­ur verið stór­lega skorið niður á síðustu árum, þannig að það er nú ein­ung­is um 20% af því sem það var árið 2013 og um 10% af því sem það var mest eft­ir hrun (árið 2011). Þetta hef­ur gerst á sama tíma og íbúðaverð hef­ur hækkað sem aldrei fyrr.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka