Uppsetning
Sálumessan
Lífshlaup
|
|
Morgunblaðið/Ásdís
Sólrún Bragadóttir, Elsa Waage, Snorri Wium og Keith Reed syngja einsöng með Söngsveitinni Fílharmóníu, undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar. Keith Reed var veðurtepptur á Egilsstöðum þegar ljósmyndari leit inn á æfingu.
|
„Alla sem syngja í kór dreymir
um að syngja Requiem Mozarts“
Hátt í hundrað manns tekur þátt í flutningnum á Sálumessu Mozarts í Langholtskirkju 20. og 21. mars 1999. Auk Söngsveitarinnar Fílharmóníu, sem Bernharður Wilkinson stjórnar, syngja einsöngvararnir Sólrún Bragadóttir sópran, Elsa Waage alt, Snorri Wium tenór og Keith Reed bassi. Einnig tekur þátt í flutningnum kammersveit þar sem Rut Ingólfsdóttir er konsertmeistari. Þetta er í fjórða sinn sem Söngsveitin Fílharmónía flytur þetta fræga kórverk en í fyrsta sinn sem Bernharður stjórnar flutningi þess.
„Ég hef heldur aldrei spilað þetta áður en það er kannski ekki skrýtið, vegna þess að það er því miður engin flauta í verkinu,“ segir hann og telur sig vera í draumastöðu nú að fá loksins að koma að verkinu í hlut verki stjórnanda. „Þetta er með stærstu og bestu verkum sem hafa verið samin og er í miklu uppáhaldi hjá mér og reyndar flestum sem heyra það. Ég held til dæmis að það hafi komið mörgum verulega á óvart, sem heyrðu það fyrst í kvikmyndinni Amadeus,“ heldur hann áfram.
Bassetthorn og básúnur en engar flautur
Bernharður segist hafa verið að velta fyrir sér hvaða verk annað væri hægt að flytja með Sálumessunni á tónleikunum, þar sem hún tekur ekki svo ýkja langan tíma í flutningi. „En það var bara ekki hægt, mér fannst ekki hægt að tvinna þetta verk saman við neitt annað,“ segir hann svo. Hann segir mjög sérstaka hljóðfæraskipan verksins gefa því óvenjulegan blæ. „Hann notar t.d. bassetthorn, sem er afbrigði af klarinettu, og þrjár básúnur en ekki óbó og ekki flautur. Þetta gefur mun dekkri tón og setur sérstakan svip á flutninginn. Svo er þetta náttúrulega draumakórhlutverk -- alla sem syngja í kór dreymir um að syngja Requi em Mozarts -- og inn á milli eru svo þessi rosalega fallegu einsöngshlutverk,“ heldur hann áfram.
Þetta er í þriðja sinn sem Sólrún Bragadóttir syngur í Sálumessu Mozarts hér á landi en hún tók þátt í flutningi messunnar með Mótettukórnum 1995 og með Kór Langholtskirkju 1991, auk þess sem hún hefur sungið hana erlendis. „Það er alltaf gaman að taka upp verk sem maður hefur hvílt í nokkur ár og syngja það aftur. Mozart er yndislegur og ég held mikið upp á þetta verk, það liggur mjög nærri hjarta mínu. Ég hlustaði mikið á það á námsárunum og meira að segja var ég stundum vakin með því á morgnana. Það voru alveg meiriháttar morgunstundir. Reyndar er það þannig með allt sem maður syngur að ef það er gott verk þá er enda laust hægt að finna nýja fleti á því. Það er það sem er svo gaman við þetta; að geta séð hlutina með nýjum augum eftir því sem maður sjálfur þroskast, bæði sem listamaður og sem manneskja,“ segir Sólrún.
Snorri Wium syngur nú í fyrsta sinn einsöng í Sálumessu Mozarts. Hann er þó ekki með öllu ókunnugur verkinu, því hann hefur sungið það í kór á námsárum sínum í Brussel, Þýskalandi og á Ítalíu. „Þetta er eitt af mínum uppáhaldsverkum og mér finnst það vera mikil perla í tónbókmenntunum,“ segir hann.
Elsa Waage söng einsöng með Kór Langholtskirkju þegar hann flutti Sálumessuna fyrir nokkrum árum. „Þetta er mjög fallegt verk og áhrifaríkt, vegna þess að Mozart náði ekki einu sinni að ljúka því sjálfur. Þetta er svo raunveruleg sálumessa, þar sem hún var eiginlega líka sálumessa yfir honum sjálfum,“ segir hún. „Svo finnst mér alveg sér staklega gaman að fá að vinna með Fílharmóníu, sem er alltaf að verða betri og betri,“ bætir hún við.
Beðið eftir flugveðri á Egilsstöðum
Keith Reed, sem býr og starfar á Egilsstöðum, syngur nú í fyrsta sinn með Söngsveit inni Fílharmóníu. „Ég hef sungið í nærri því öllum þessum frægustu sálumessum, en ég var að bíða eftir Mozart,“ segir hann. „Ég hef stúderað þetta verk mikið á síðustu 10-15 árum,“ bætir hann við. Þess má geta að í júní í sumar mun hann stjórna flutningi Kammerkórs Austurlands á Sálumessunni og verður það liður í Mozarthátíð sem haldin verður í tilefni af 25 ára afmæli kirkjunnar á Egilsstöðum. Þegar blaðamaður talaði við Keith í síma síðdegis á fimmtudag beið hann og vonaði að veður færi að skána, svo hægt yrði að fljúga suður, en hann átti að vera á æfingu í Reykjavík þá um kvöldið. Og í Reykjavík beið Söngsveitin, stjórnandinn, kammersveitin og einsöngvararnir í ofvæni eftir flugveðri og þar með bassanum. „Það yrði vissulega heilmikil áskorun að syngja án samæfingar,“ sagði hann en vonaði þó að úr rættist og hann myndi komast suður í tæka tíð.
Morgunblaðið
|
|
|
Mozart-verkefnið
Mozart í Austurríki
MIDI-tóndæmi
Aðdáandavefur
Ritgerð um Sálumessuna
|