mpAquarien Fiskabúr um 240 ltr á undirskáp
mpAquarien fiskabúr allt að tæplega 260 lítrar með undirskápum og EHEIM Professionel vatnshreinsimótor ásamt vatnsslöngum (notkunarleiðbeiningapési fylgir með). Vel með farið.
Verð 40.000 kr staðgreitt ef sótt.
Lok úr léttum plastplötum langsum. Tvær flúor ljósaperur liggja langsum undir lokinu sem lýsa niður í búrið. (Keyptum það í Dýraríkinu ca. 2005).
Lengd: Glerbúr: 98cm, undirskápur: 108cm.
Breidd: Glerbúr: 40-49cm (framhliðin er kúpt út á við), undirskápur: 45cm.
Hæð: 131 cm, þar af glerbúr 60 cm.
Glerbúrið hvílir laust ofan á borði undirskápsins en þunnir fram- og hliðarlistarnir eru festir með þunnum plastflipum sem ganga undir glerbúrið.
Undirskápar: Vinstra megin: hillulaus og þar er vatnshreinsimótorinn geymdur og tengdur með vatnsslöngum á bakvið upp og ofan í búrið.
Hægra megin með einni hillu og tvær hillur í miðju.
Búrið hefur ekki verið notað með vatni í um tíu ár, bara staðið með skreytingum upp við vegg. Allir þéttilistar og samskeyti (með sílikon-gúmmí) líta út eins og ný eins og búrið allt. Var tékkað nýlega að setja vatn í það og reyndist alveg þétt.
Við flutning er glerbúrið tekið ofan af undirskápnum. Ekkert þarf að skrúfa. Er í Seljahverfi póstnr. 109 Reykjavík. Uppl í s. 845-9904
Skráð 26.4.
Aftur í Húsgögn