Hvernig er best að undirbúa fæðingu?

Kona sem er við góða heilsu áður en meðganga hefst …
Kona sem er við góða heilsu áður en meðganga hefst og leggur áherslu á að rækta líkama og sál, getur búist við að meðganga og fæðing gangi að óskum.

Fjölskyldan hafði samband við Hildi Harðardóttur, fæðingarlækni á Landspítalanum og meðhöfund bókarinnar Gleðilega fæðingu, og spurði hana hvernig þungðu kona ætti að undirbúa fæðingu að því gefnu að verðandi móðir sé hraust og ekkert ami að. 

„Kona sem er við góða heilsu áður en meðganga hefst og leggur áherslu á að rækta líkama og sál, getur búist við að meðganga og fæðing gangi að óskum. Nánast allar konur á Íslandi leita til heilsugæslu í meðgöngueftirlit og fá þar gott tækifæri til að fræðast um breytingarnar sem fylgja meðgöngunni. Ýmis fræðsla er í boði og nú ekki aðeins fyrir hina verðandi móður heldur er áherslan sífellt meiri á að fræða parið sem er að verða foreldrar. Ábyrgðin er jú sameiginleg þó svo móðirin gangi með og fæði barnið," segir Hildur. 

Hún segir að undirbúningur felist m.a. í því að sinna meðgönguverndinni vel, fylgjast með blóðþrýstingi og gæta þess að þyngdaraukning sé hæfileg en það er um 12-15 kíló fyrir konu sem er í kjörþyngd þegar meðganga hefst. Mælt er með því að þær sem eru of léttar þyngist meira, en þær sem eru of þungar við upphaf meðgöngu þyngist minna.

Það getur verið gott að skrifa óskalista, helst með maka …
Það getur verið gott að skrifa óskalista, helst með maka eða þeim stuðningsaðila sem ætlar að fylgja þér í gegnum fæðinguna.

"Sýnt hefur verið fram á að hækkaður blóðþrýstingur og meðgöngusykursýki eru algengari ef þyngd móður er of mikil (LÞS >30kg/m²). Konur í kjörþyngd geta þó engu að síður fengið meðgöngueitrun þannig að ekki er hægt að koma í veg fyrir alla meðgöngutengda sjúkdóma með heilbrigðum lífsstíl," segir Hildur. 

Hún bendir á að mælt sé með reglubundinni hreyfingu fyrir alla, líka konur á meðgöngu og er rösk ganga í hálftíma á dag talin hæfileg. Gott líkamlegt ástand er mikilvægt þegar kemur að fæðingunni, að hafa liðleika og úthald en vissulega getur meðgangan haft áhrif á stoðkerfi og því geta ekki allar konur sem hreyft sig að vild á meðgöngu. Þegar grindin gefur verki getur verið gott að velja hreyfingu í vatni. Einnig þurfi að huga að andlegri líðan en það er vel þekkt að kvíði og streita getur magnað upp verki. 

Þegar grindin gefur verki getur verið gott að velja hreyfingu …
Þegar grindin gefur verki getur verið gott að velja hreyfingu í vatni.

"Það er líklegt að kona sem kemur til fæðingar með tilfinningalega vanlíðan er líklegri til að upplifa verkina sárari en ella. Það getur verið gott að skrifa óskalista, helst með maka eða þeim stuðningsaðila sem ætlar að fylgja þér í gegnum fæðinguna. Þá eru óskir þínar/ykkar ljósar, bæði gagnvart hvort öðru sem og gagnvart heilbrigðisstarfsfólkinu. Þegar konan hefur sinnt meðgönguvernd vel og kemur vel upplögð í fæðinguna eru góðar líkur á að allt gangi vel," segir Hildur að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda