Nýbökuð móðir á sextugsaldri

Brigitte Nielsen er nýbökuð móðir á sextugsaldri. Hún lagði mikið …
Brigitte Nielsen er nýbökuð móðir á sextugsaldri. Hún lagði mikið á sig til að eignast barnið. Hún segir samband sitt við barnsföður byggt á góðum grunni. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Danska leikkonan Brigitte Nielsen fæddi nýverið barn, 54 ára að aldri. The Guardian fjallaði um málið á sínum tíma. Í viðtalinu kemur fram að dóttirin Frida, sé fimmta barn leikkonunnar. Faðir barnsins er Mattia Dessi sem er 39 ára að aldri. 

Nielsen segist skilja að margir séu á því að hún sé of gömul til að verða móðir, en spyr hvers vegna enginn segi hið sama við eldri menn sem eru að verða feður fram eftir öllum aldri?

Nielsen bendir á að hún og kærasti hennar hafi verið í sambandi í 14 ár og það sé byggt á sterkum grunni. Þetta er fyrsta barn þeirra saman. Af samfélagsmiðlum að dæma er hún í skýjunum með nýja barnið. 

View this post on Instagram

Our precious little Frida, our true love. ❤️

A post shared by Brigitte Nielsen (@realbrigittenielsen) on Jun 27, 2018 at 6:38pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda