Forstjóri Alvogen, Róbert Wessman, og Ksenia Shakhmanova unnusta hans eiga von á barni í apríl. Í gær birtist mynd af parinu á samfélagsmiðlum þar sem hann segir að eitthvað sé að vaxa á milli þeirra. Myndin er einstök á margan hátt. Tekin í sól og hita þar sem verðandi foreldrarnir eru léttklæddir og lukkulegir með lífið.