Mæður barna með Downs miður sín

Í Ófærð 2 á sunnudaginn var talað um að vera …
Í Ófærð 2 á sunnudaginn var talað um að vera „kortér í Downs“. ljósmynd/Lilja Jóns

Mæður barna með Downs-heilkenni eru miður sín yfir Ófærð 2, en í gærkvöldi sagði leikari í þættinum að einhver væri kortér í Downs. Þeim sárnar þetta. 

Ylfa Thordarson læknir á dótturina Elínu Söru sem er með Downs-heilkenni. 

„Mér sárnaði að heyra að aðstandendur Ófærðar hafi ákveðið að stuðla að áframhaldandi fordómum um Downs með setningunni „hann er korter í Downs“. Er í raun orðlaus þar sem ég hélt í hjarta mínu að við værum komin á betri stað. Þetta skiptir máli þar sem orð særa - sýnum gott fordæmi. Ég trúi því innilega að við getum gert betur. Við getum saman stuðlað að þjóðfélagi sem sýnir umburðarlyndi, ást og fagnar fjölbreytileikanum,“ segir Ylfa á Facebook-síðu sinni. 

Thelma Þorbergsdóttir á son með Downs-heilkenni og tekur hún í sama streng. 

„Á ekki til orð yfir því að árið 2019 notar Ófærð setningu til að lýsa manni „korter í downs“ gott að rifja þetta aðeins upp eftir alla umræðuna síðast svo fleiri geti farið að droppa þessum frasa í samræðum aftur,“ segir Thelma á Facebook-síðu sinni. 

Diljá Ámundadóttir á dótturina Lunu með Downs-heilkenni sem fæddist síðasta sumar. 

„Kæru aðstandendur Ófærðar,
það stakk óneitanlega að heyra setninguna „Hann er korter í Downs“ sagða í niðrandi tilgangi í einni senu þáttarins sem var sýndur í gærkvöldi. Orð eru svo máttug og þið sem handritshöfundar berið mikla ábyrgð. Afhverju ekki að bera þessa ábyrgð á jákvæðan hátt og ýta frekar undir minnkandi fordóma og fagna fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð?
Í mínum augum er það nefnilega ekkert nema jákvætt að vera manneskja með Downs. Enda er ég mamma hennar Lunu sem er svo geggjuð týpa, þrátt fyrir ungan aldur. Mig langar svo að hún upplifi sig sem hlut[a] af þjóðfélagi sem gerir ekki lítið úr henni að óþörfu. 
Með von um góð viðbrögð,“ segir Diljá Ámundadóttir.  🕊



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda