Hafdís Huld komin 18 vikur á leið

Hafdís Huld er komin 18 vikur á leið.
Hafdís Huld er komin 18 vikur á leið.

Tónlistarmaðurinn Hafdís Huld er komin 18 vikur á leið með sitt annað barn með manninum sínum, Alisdair Wright. Fyrir eiga hjónin eina dóttur sem er sex ára sem er mjög spennt fyrir nýju hlutverki að verða stóra systir. Parið gekk í hjónaband árið 2017 en þau starfa bæði í tónlistarheiminum. Aðspurð hvernig líðanin sé búin að vera síðustu vikur segist hún hafa það gott. 

„Bara vel, við vorum að koma heim úr tónleikaferðalagi frá Kanada og erum að kynna nýju plötuna okkar Variations þannig að meðgangan hefur ekkert haldið aftur af mér hingað til,“ segir hún í samtali við Barnavef mbl.is. 

Hjónin kynntust árið 2006 þegar þau stunduðu bæði tónlistarnám í Lundúnum. Í dag búa þau í Mosfellsdalnum þar sem þau eru með stúdíó. Wright er einnig myndskreytir og hefur hann séð um upptökustjórn og útsendingar auk þess sem hann gerir tónlistarmyndbönd fyrir Hafdísi Huld og annað fólk. 

Hér eru hjónin Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright á …
Hér eru hjónin Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright á brúðkaupsdaginn sinn árið 2017. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra. Ljósmynd/Gassi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda