Stjúpan póstar myndum látlaust á Insta

Íslensk stjúpa póstar látlausum myndum af stjúpbörnum á Instagram. Myndin …
Íslensk stjúpa póstar látlausum myndum af stjúpbörnum á Instagram. Myndin tengist fréttinni ekki. Ljósmynd/Instagram

Ragnhildur Birna Hauksdóttir fjölskyldufræðingur svarar spurningum lesenda Barnavefsins. Hér fær hún spurningu frá konu varðandi Instagram-notkun núverandi kærustu fyrrverandi maka og hvernig þetta hitti börnin. 

Sæl Ragnhildur Birna.

Ég er fráskilin við manninn minn en skilnaður gekk í gegn fyrir fjórum árum. Hann er kominn með kærustu, sem er bara fínt því sambandi okkar var löngu lokið. En málið er bara að kærastan hagar sér eins og unglingur.

Það mikilvægasta að hennar mati er að allt líti nógu vel út á Instagram. Hún póstar látlausum fjölskyldumyndum af mínum börnum og svona út á við lítur allt vel út. En svo gerist það alltaf reglulega að hún missir aðeins taktinn og birtir fyllerísrugl sitt og fyrrverandi mannsins míns á Instagram. Þar má sjá þau í misgóðu ástandi sem er náttúrlega bara þeirra mál. Nema hvað að börnin mín eru ekkert að fíla þetta. Og hafa rætt að þau hafi áhyggjur af pabba sínum með þessari konu. Ég er einhvern veginn alveg lens. Auðvitað langar mig ekkert að börnin mín séu notuð sem skrautmunir á Instagram kærustu fyrrverndi mannsins míns. En mér finnst hún vera að skaða þau þegar þau horfa á fylleríið í beinni útsendingu. Samt vil ég ekki taka fram yfir hendurnar á börnunum og einfaldlega leggja til að þau hætti að fylgja henni á Instagram.

Og svo finnst mér þetta með Instagram svolítið eins og ég sé átta ára því þetta er svo barnalegt eitthvað en á sama tíma finnst mér þetta vera að skaða börnin mín.

Hvað myndir þú gera?

Kveðja, SJ

Ragnhildur Birna Hauksdóttir fjölskyldufræðingur.
Ragnhildur Birna Hauksdóttir fjölskyldufræðingur.

Sæl kæra SJ.

Takk fyrir spurninguna þína og ég skil áhyggjur þinar vel. Auðvitað eru börnin ekki sátt við að fylgjast með sínum helstu mótunaraðilum í stjórnlausu ástandi á internetinu. Það er þeim alls ekki boðlegt, svo einfalt er það og eins og þetta snýr að mér fjallar þetta um mannréttindi barna þinna. Mannréttindi eiga að tryggja öllum mönnum rétt til þess að njóta mannlegrar reisnar. Ein af grundvallarreglum Barnasáttmálans er einmitt sú að virðing sé fyrir skoðunum barna (12. grein): Barnið á rétt á að láta skoðanir sínar í ljós og að tekið sé tillit til skoðana þess í öllum málum sem það varðar. Þau hafa tjáð sig við þig, svo  ekki hika við að vinna með þeim að breytingum. Ekkert barn á að þurfa að horfa á slíkt stjórnleysi.

Varðandi myndbirtingar á Instagram af börnunum sjálfum,  fjölskyldumyndir,  þá er ekkert sem bannar það með lögum. Eins og við vitum getur hver sem er haft aðgang að því sem er opið á internetinu og börn eiga sjálfstæðan rétt á friðhelgi einkalífsins. Ef myndir af þeim á netinu eru á einhvern hátt óþægilegar fyrir þau sjálf, ber að virða það að fullu. Ef þau vilja ekki að þessar myndir séu á netinu sem opinber gögn, þá hafa þau rétt til að hafa áhrif í samræmi við aldur og þroska.

Þriðji þátturinn sem þú nefnir er að börnin þín hafi „ áhyggjur af föður sínum með þessari konu“. Þar getur þú persónlega ekki mikið gert nema að ræða við föður þeirra. Það gæti hinsvegar verið góður kostur fyrir ykkur að setjast niður með hlutlausum aðila, til dæmis fjölskyldufræðingi  og fara yfir málin. Það gæti hjálpað öllum að vinna saman að lausn sem börnin yrðu sátt við og vonandi allir í fjölskyldunni. Hlutlaus aðili getur gert kraftavek í slíkum málum.

Umfram allt ráðlegg ég þér að hlusta á börnin þín og vinna að þeirra hagsmunum án meðvirkni.  

Kær kveðja, 

Ragnhildur Birna Hauksdóttir fjölskyldufræðingur

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Ragnhildi Birnu spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda