Mætti kasólétt öllum að óvörum

Keira Knightley á von á sínu öðru barni.
Keira Knightley á von á sínu öðru barni. mbl.is/AFP

Leikkonan Keira Knightley á von á sínu öðru barni með eiginmanni sínum James Righton. Knightley skartaði myndarlegri óléttubumbu þegar hún mætti í kokteilboð á vegum Chanel í París á fimmtudagskvöldið að því fram kemur á vef People

Leikkonan sem er 34 ára hefur verið gift hinum 35 ára gamla Righton í sex ár en saman eiga þau Edie sem verður fjögurra ára í maí.

Knightley hefur enn ekki tjáð sig um óléttuna opinberlega. Kúlan fór hins vegar ekki fram hjá neinum en hún náði að fela hana snyrtilega þegar hún mætti í víðum grænum kjól á frumsýningu Aftermath í New York þann 13. mars eins og sjá má hér að neðan. 

Keira Knightley á frumsýningu í New York þann 13. mars.
Keira Knightley á frumsýningu í New York þann 13. mars. mbl.is/AFP




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda