Fæddi sitt eigið konunglega barn

Amy Schumer greindi frá komu sonar síns á Instagram og …
Amy Schumer greindi frá komu sonar síns á Instagram og birti mynd af fjölskyldunni. skjáskot/Instagram

Frá því að grínleikkonan Amy Schumer tilkynnti um óléttu sína hefur hún verið að bera sig saman við Meghan hertogaynju. Þær áttu báðar von sér um svipað leyti og börnin komu í heiminn á sama sólahringnum. Á mánudagsmorgun kom sonur Harry og Meghan í heiminn í Bretlandi en kvöldið áður kom sonur Amy Schumer og Chris Ficher í heiminn í Bandaríkjunum. 

„22:55 í gærkvöldi. Konunglega barnið okkar kom í heiminn,“ skrifaði Schumer á Instagram á mánudagskvöldið og birti mynd af fjölskyldunni. 

View this post on Instagram

10:55 pm last night. Our royal baby was born.

A post shared by @ amyschumer on May 6, 2019 at 1:26pm PDT

Schumer birti mynd af sér á leiðinni á spítalann í gær þegar aðrar stjörnur létu mynda sig á tröppum Metropolitan-safnsins á Met Gala. „Met-útlitið í ár. Í gærkvöldi á leiðinni á spítalann,“ skrifaði Schumer á mánudaginn á Instagram. 

View this post on Instagram

Met look this year. Last night on the way to the hospital 👠

A post shared by @ amyschumer on May 6, 2019 at 1:16pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda