Nærbuxurnar að gera suma brjálaða

Gamanleikkonan Amy Schumer kann vel við sig í nærbuxunum sem …
Gamanleikkonan Amy Schumer kann vel við sig í nærbuxunum sem hún fékk á spítalanum.

Bandaríska gamanleikkonan Amy Schumer er að gera suma fylgjendur sína brjálaða með ljósmyndum sem hún birtir reglulega af sér í nærbuxum sem hún fékk á spítalanum þegar hún fæddi barnið sitt nýverið. 

Fylgjendur hennar virðast skiptast í tvo hópa. Sumir hrósa henni fyrir að sýna barneignir eins og þær raunverulega eru á meðan aðrir gagnrýna hana fyrir drusluganginn. 

Hingað til hafa nærbuxurnar á spítölum fyrir nýbakaðar mæður verið eitt af því sem enginn talar um. Schumer er hins vegar á því að nærbuxurnar séu góðar og viðrar þær í öllum veðrum fyrir þær 9 milljónir fylgjenda sem hún er með á Instagram.

„Komdu þér í almennileg föt og reyndu að þroskast,“ skrifar aðili við ljósmynd hjá henni á Instagram. 

„Finnst leiðinlegt að sjá hvað þú ert að taka þetta náttúrulega útlit aðeins of langt... burstaðu hárið á þér og komdu þér í almennileg föt. Barneignir eru engin afsökun fyrir því að halda sér ekki við,“ skrifar annar. 

Sitt sýnist hverjum um uppátækið. Eitt er þó víst að mæður víðs vegar um heiminn eiga auðveldara uppdráttar í buxunum góðu þegar kemur að þeim og hver veit nema að brosleg minning um Schumer komi upp í hugann á þeirri stundu. 

View this post on Instagram

5 weeks. Hospital underwear for life!

A post shared by @ amyschumer on Jun 8, 2019 at 11:24am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda