Raunveruleikaþáttastjarnan Mama June, réttu nafni Shannon June, fær ekki að eyða auðæfum dóttur sinnar, Honey Boo Boo sem réttu nafni heitir Alana.
Mama June hefur misst forræði yfir dóttur sinni, sem hagnaðist vel á raunveruleikaþáttum og fegurðarsamkeppnum. Samkvæmt heimildum TMZ er systir Honey Boo Boo, Pumpkin, komin með fjárræði yfir henni. Þá er það einnig tryggt að Pumpkin eyði peningum Honey Boo Boo í nauðsynjar handa henni og þarf að sýna kvittanir.
Mama June hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu vikur og mánuði en hún var handtekin fyrir vörslu á fíkniefnum. Sést hefur til hennar í spilavítum heilu og hálfu sólarhringana og kærasti hennar Geno Doak hefur gert henni lífið leitt.
Honey Boo Boo, sem er 13 ára gömul, flutti út frá móður sinni nú á vormánuðum og býr hjá systur sinni. Hún segist ekki ætla að flytja heim fyrr en móðir hennar fer í meðferð. Þær mæðgur eru aðalefni raunveruleikaþáttanna Mama June: From Not to Hot.