Sýnir örið eftir keisaraskurðinn

Fallegt ör eftir keisaraskurð blasti við aðdáendum Amy Schumer á …
Fallegt ör eftir keisaraskurð blasti við aðdáendum Amy Schumer á Instagram á fimmtudaginn. skjáskot/Instagram

Aðdáendur grínleikkonunnar Amy Schumer fengu nærmynd af örinu eftir keisaraskurð hennar en myndina birti hún á Instagram á fimmtudaginn. Leikkonan eignaðist sitt fyrsta barn með eiginmanni sínum Chris Fischer í byrjun maí en hún sýndi örið fyrst á mynd um miðjan júní eftir að hafa birt umdeilda mynd af sér í spítalanærbuxum. 

Schumer hefur verið dugleg að sýna raunsanna mynd af meðgöngu og af fyrstu mánuðunum eftir fæðingu. Hún virðist ekki vitund skammast sín fyrir örið eins og sjá má á nýjustu mynd hennar sem hún birti í sögu sinni á Instagram. Ásamt því að sýna örið fræga er hún óhrædd við að sýna sig fáklædda á samfélagsmiðlum en líkamar kvenna nokkrum vikum eftir fæðingu er eitthvað sem er gjarnan falið í samfélaginu og sést sjaldan á glansmyndum sem birtast á Instagram. 

Þegar Schumer gekk með son sinn glímdi hún við mikla ógleði alla meðgönguna sem kom meðal annars í veg fyrir að hún gæti staðið við vinnuskuldbindingar. Hún sýndi frá upplifun sinni sem hefur ef til vill verið kærkomið fyrir mæður í sömu stöðu. 

Amy Schumer er ekki feimin að sýna líkamann eftir keisaraskurð.
Amy Schumer er ekki feimin að sýna líkamann eftir keisaraskurð. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda