Tindur og Stormur skírðir á brúðkaupsafmælinu

Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi fögnuðu eins árs brúðkaupsafmæli nýverið.
Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi fögnuðu eins árs brúðkaupsafmæli nýverið.

Sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og sálfræðingurinn Haukur Ingi Guðnason eignuðust tvíburadrengi nýverið. Drengirnir fengu nöfn á eins árs brúðkaupsafmæli foreldra sinna. Þeir voru skírðir Tindur og Stormur. 

Ragnhildur Steinunn birti fallega mynd af fjölskyldunni á sólríkum skírnardeginum þar sem hún skrifar: „Tindur og Stormur fengu nöfnin sín í dag á eins árs brúðkaupsafmæli foreldra sinna. Dásamlegur dagur í fallega garðinum okkar með vinum og ættingjum. Enn og aftur eigum við ekki til orð yfir hversu frábært fólk er í kringum okkur. Hjartans þakkir til allra.“

Þess má geta að börn þeirra heita Eldey, Jökull, Stormur og Tindur sem er vísun í frumefnin fjögur - eld, vatn, loft og jörð. 

Barnavefur mbl.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með nafngiftina. 

Fjölskyldan var heppin með veður á brúðkaupsafmælinu.
Fjölskyldan var heppin með veður á brúðkaupsafmælinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda