Leikarinn Jake Gyllenhaal er ekki nema 38 ára en hefur þó verið mjög lengi í sviðsljósinu enda byrjaði hann að leika sem barn. Gyllenhaal hefur þó ekki fengið að takast á við öll hlutverk sem hann langar til þar sem hann er ekki enn orðinn faðir. Gyllenhaal hefur verið ófeiminn við að greina frá því að föðurhlutverkið sé á óskalistanum.
Í lok júlí ræddi Gyllenhaal við Today um leikrit sem hann leikur í á Broadway sem hann segir fjalla um tvo feður. „Ég er ekki faðir,“ sagði Gyllenhaal í viðtalinu. „Ég vonast til þess að verða faðir einn daginn.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gyellenhaal opnar sig um löngun sína til þess að verða faðir eins og People rifjaði upp. „Mig langar til að verða fullorðnari en ég er nú þegar,“ sagði hann í viðtali við People árið 2017. „Vonandi með mína eigin fjölskyldu.“