Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens birti á dögunum mynd af húðflúri á baki sínu þar sem nöfn allra barna hans standa.
Bubbi á sex börn með tveimur konum. Úr fyrra hjónabandi sínu á hann þau Hörð, Grétu og Brynjar. Hann er nú giftur Hrafnhildi Hafsteinsdóttur og eiga þau dæturnar Aþenu Lind og Dögun París saman. Hrafnhildur á svo Isabellu úr fyrra sambandi.
Bubbi er ekki aðeins faðir heldur eignaðist hann sitt fyrsta barnabarn síðastliðið haust, er Gréta dóttir hans eignaðist dótturina Veru.