Dóttir Johnnys Depps og Vanessu Paradis er enginn smákrakki lengur eins og sést á myndum frá kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Lily-Rose Depp er tvítug og fetar nú í fótspor foreldra sinna en hún fer með eitt af aðalhlutverkunum í stórmyndinni The King sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á mánudaginn.
Dóttir Depps og Paradis ólst upp í Frakklandi og Bandaríkjunum. Aðeins 15 ára var hún byrjuð að starfa sem fyrirsæta fyrir Chanel. Eftir nokkrar minni myndir er hún tilbúin að sigra Hollywood eins og faðir hennar.
Ekki nóg með að hún hagi sér eins og þær kvikmyndastjörnur sem foreldrar hennar eru á rauða dreglinum þá er Lily-Rose Depp einnig sögð vera að slá sér upp með einum heitasta leikara sinnar kynslóðar, Timothée Chalamet. Depp og Chalamet leika saman í myndinni The King og voru að sjálfsögðu bæði mætt á rauða dregilinn.