Hollywood-leikarinn Josh Lucas flutti til Balí í þeim tilgangi að koma syni sínum inn í ævintýralega skóla í frumskóginum. Lucas er ánægður með lífið í frumskóginum og sonur hans hæstánægður í skólanum sem leggur áherslu á sjálfbærni.
Skólinn sem sjö ára sonur hans gengur í heitir Green Shcool Bali. Segir Lucas að skólinn leggi áherslu á að ala upp næstu kynslóð af umhverfisverndarleiðtogum.
„Ég á þetta einstaka sjö ára gamla barn og ég held að við séum öll að reyna finna út hvernig við getum haft áhrif á heiminn. Það besta sem ég gat gert var að gefa syni mínum þessa ótrúlegu lífsreynslu,“ sagði Lucas í þætti Jimmy Kimmel.
Skógurinn er djúpt inn i í frumskógi að sögn Lucas. Segir hann að sonur hans rækti mat í skólanum og byggi úr hús úr bambusprikum.