Í lyfjamóki að reyna að frysta egg

Amy Schumer.
Amy Schumer. mbl.is/AFP

Grínleikkonan Amy Schumer er ekki vön að fara í felur með neina erfiðleika í lífi sínu og heldur því uppteknum hætti í eggjafrystingarferlinu. 

Schumer hefur síðustu vikuna verið í tæknifrjóvgunarferli þar sem hún freistar þess að ná eggi til þess að frysta. Hún deildi myndböndum af sér á Instagram þar sem hún er í miklu lyfjamóki og bullar mikið. 

Schumer og eiginmaður hennar Chris Fisher eiga soninn Gene sem verður eins árs gamall í maí. Þau eru hins vegar strax farin að hugsa um að eignast annað barn þó það verði ekki alveg á næstunni. 

Samkvæmt færslum Schumer á Instagram reyna þau núna að ná eggi úr eggjastokkum Schumer til þess að frysta svo þau geti eignast barn seinna. Meðferðin er þó enginn barnaleikur og hefur Schumer meðal annars deilt mynd af mörðum kvið sínum eftir sprautur. 

View this post on Instagram

🥚

A post shared by @ amyschumer on Jan 13, 2020 at 8:53am PST



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda