Kobe skrásetti vörumerki fyrir dóttur sína í desember

Feðginin voru farin að huga að framtíðinni.
Feðginin voru farin að huga að framtíðinni. Skjáskot/Instagram

Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant skrásetti vörumerkið „Mambacita“ fyrir dóttur sína Giönnu 30. desember síðastliðinn. Þetta var eitt af þeim skrefum sem þau feðginin tóku í átt að körfuboltaferli Giönnu.

Kobe og Gianna létust í þyrluslysi í Calabasas í Bandaríkjunum á sunnudagsmorgun. Þau voru á leið á körfuboltaleik en þau deildu því áhugamáli saman.

Nafnið Mambacita vísar til gælunafns föður Giönnu, en Bryant var kallaður Black Mamba. Samkvæmt skjölum um vörumerkið ætluðu þau sér að merkja alls kyns íþróttafatnað með nafninu, boli, stuttbuxur, húfur, treyjur, buxur, peysur og hettupeysur.

Kobe var farinn að vísa til dóttur sinnar með nafninu á samfélagsmiðlum. Við myndband af henni á körfuboltavellinum í nóvember setti hann myllumerkið #Mambacita.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda