Tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann og kærasta hans Kristín Eva Geirsdóttir eignuðust dóttur 4. ferbrúar.
Sverrir tilkynnti um fæðingu dótturinnar á Instagram í gær og lét einstaklega fallegar myndir úr fæðingunni fylgja með.
„Þann 4. febrúar kl. 17:48 kom í heiminn gullfalleg stúlka sem vóg [sic] 3222g (tæpar 13 merkur). Aldrei í lífinu hefði mig órað fyrir því hversu erfið og jafnframt mögnuð upplifun það er að fæða barn. Ég hef dýrkað og dáð hana Kristínu mínu frá því ég hitti hana fyrst en núna er hún komin á eitthv[ert] æðra stig sem ég hef ekki orð yfir að lýsa. Barnið var í framhöfuðstöðu sem þýddi að þetta var ennþá erfiðara fyrir vikið,“ skrifar Sverrir í færslu sinni á Instagram.
Barnavefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!