Vill ekki leika nakin eftir að hún varð móðir

Keira Knightley vill ekki leika í fleiri nektarsenum.
Keira Knightley vill ekki leika í fleiri nektarsenum. AFP

Leikkonan Keira Knightley segist ekki ætla að leika nakin í kvikmyndum eða þáttum í framtíðinni. Hún segir að eftir að hún varð móðir langi hana ekki til að leika í nektarsenum lengur. 

Í viðtali við The Financial Times viðurkennir hin 34 ára gamla leikkona að meðgöngurnar tvær hafi breytt líkama hennar. 

„Geirvörturnar síga niður. Ég er virkilega ánægð með líkamann minn. Hann hefur gert magnaða hluti. En ég vil heldur ekki standa þarna fyrir framan heilt tökulið,“ sagði Knightley. 

Hún á tvær dætur, Edie 4 ára og Deliluh 1 árs, með eiginmanni sínum James Righton.

Knightley segir að henni hafi alltaf liðið vel með allar þær nektarsenur sem hún hafi leikið í á ferli sínum. „Ég gerði aldrei neitt sem mér leið ekki vel með,“ sagði Knightley. Á síðasta ári lék hún í kvikmyndinni The Aftermath. Önnur leikkona með eins líkama lék þá í nektarsenunum á móti Alexander Skarsgård. 

„Ég var með „tvíbura“ með mér í síðustu kvikmynd minni, en ég fékk að velja hana og síðan fékk ég að samþykkja kynlífssenurnar. Þannig virkar það í mínu tilviki. Ég var úti með te og skonsu á meðan þessar senur voru teknar upp því ég þurfti ekki að vera nakin,“ sagði Knightley.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda