Fékk hún aftur hjálp frá staðgöngumóður?

Jessica Chastain.
Jessica Chastain. AFP

Verðlaunaleikkonan Jessica Chastain sást úti að ganga á miðvikudaginn í Kaliforníu með eiginmanni sínum Gian Luca Passi de Preposu­lo. Hjónin voru með tvö börn með sér en ekki eitt. Er nú talið að hjónin hafi aftur eignast barn í leyni með hjálp staðgöngumóður. 

Hin 43 ára gamla Chastain og hinn 38 ára gamli Passi de Preposu­l virtust vera með dóttur sína Giulettu í kerru. Dóttirin Giuletta kom í heiminn árið 2018 með hjálp staðgöngumóður. Chastain var með ungbarn framan á sér í poka í umræddum göngutúr eins og sést í myndskeiði sem birt var á vef Page Six. 

Sjónarvottur sagði að fjölskyldan hafi notið þess að vera saman og að ungbarnið virtist sofa allan tímann. 

Jessica Chastain.
Jessica Chastain. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda