Verðlaunaleikkonan Jessica Chastain sást úti að ganga á miðvikudaginn í Kaliforníu með eiginmanni sínum Gian Luca Passi de Preposulo. Hjónin voru með tvö börn með sér en ekki eitt. Er nú talið að hjónin hafi aftur eignast barn í leyni með hjálp staðgöngumóður.
Hin 43 ára gamla Chastain og hinn 38 ára gamli Passi de Preposul virtust vera með dóttur sína Giulettu í kerru. Dóttirin Giuletta kom í heiminn árið 2018 með hjálp staðgöngumóður. Chastain var með ungbarn framan á sér í poka í umræddum göngutúr eins og sést í myndskeiði sem birt var á vef Page Six.
Sjónarvottur sagði að fjölskyldan hafi notið þess að vera saman og að ungbarnið virtist sofa allan tímann.