11 ára Bjarni Ben. með Vigdísi

Bjarni birti gamla mynd á Instagram en ljósmyndina tók Gunnar …
Bjarni birti gamla mynd á Instagram en ljósmyndina tók Gunnar Kr. Sigurjónsson.

Margir fagna stórafmæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, í dag. Vigdís hitti marga í forsetatíð sinni og þar á meðal börn sem áttu eftir að setja svip á þjóðfélagið seinna meir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er einn þeirra sem hittu Vigdísi sem barn. 

Bjarni birti mynd af sér á tröppum Bessastaða frá árinu 1981 en þá var hann aðeins 11 ára. Svipurinn er þó sterkur og ekki fer á milli mála hver stjórmálamaðurinn er af börnunum fjórum sem stilltu sér upp fyrir myndatöku með Vigdísi.

„Til hamingju með afmælið Vigdís!“ skrifaði Bjarni á Instagram. „Ég í heimsókn á Bessastöðum 1981.“

Bjarni óskaði Vigdísi til hamingju með afmælið með því að …
Bjarni óskaði Vigdísi til hamingju með afmælið með því að birta gamla mynd sem Gunnar Kr. Sigurjónsson tók.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda