Mun ekki birta myndir af börnunum án samþykkis

Eva Mendes birtir aldrei myndir af daglegu lífi fjölskyldunnar.
Eva Mendes birtir aldrei myndir af daglegu lífi fjölskyldunnar. Alexander Tamargo

Leikkonan Eva Mendes segir að hún muni ekki birta myndir á samfélagsmiðlum af dætrum sínum tveimur fyrr en þær séu nógu gamlar til að veita upplýst samþykki fyrir því.

Mendes á tvær dætur með eiginmanni sínum Ryan Gosling og birtir aldrei neinar myndir af þeirra daglega lífi. Hún segir að þau hjónin hafi lagt upp með skýrar reglur varðandi samfélagsmiðla þegar dætur þeirra komu í heiminn og hafi fylgt því eftir. 

„Þar sem börnin mín eru enn svo ung og skilja ekki hvað það þýðir að birta mynd af þeim, hef ég ekki þeirra samþykki og ég mun ekki birta myndir af þeim fyrr en þær eru nógu gamlar til að veita samþykki,“ skrifaði Mendes í athugasemdakerfið. 

Mendes birti nýlega teikningu eftir dætur sínar af sjálfri sér. Hún sagði í færslunni að hún væri ekki búin að sigra heiminn á meðan heimsfaraldurinn geisar, heldur hefði bara eytt tíma með dætrum sínum og reynt að vera skemmtileg mamma. 

„Ég er ekki orðin bakarameistari eða góð í eldamennsku meðan á sóttkví stendur. Ég hef ekki séð inn fyrir veggi líkamsræktarstöðvar í tvo mánuði. Ég er ekki búin að skrifa skáldsögu. Ég hef bara reynt að vera skemmtileg mamma og tapa ekki geðheilsunni,“ skrifaði Mendes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda