5 uppeldisráð Ársæls Arnarssonar

Ársæll Arnarsson er prófessor í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla …
Ársæll Arnarsson er prófessor í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Hari

Ársæll Arnarsson er prófessor í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er höfundur að rúmlega hundrað vísindagreinum, bókaköflum og alþjóðlegum skýrslum sem flestar fjalla um heilsufar og líðan unglinga.

Hér eru fimm uppeldisráð fyrir unglinginn í hans anda. 

Sýna kærleik

„Unglingar þurfa að finna fyrir því með skýrum hætti að foreldrunum sé annt um þá og óski þeim alls hins besta. Foreldrar þurfa einnig að hafa athyglina í lagi þegar þeir eru í samskiptum við unglingana og vera tilbúnir til þess að eyða tíma og orku í að gera hluti fyrir þá og með þeim. Það er líka mikilvægt að gefa sér tíma til að skilja það hvaða manneskju unglingurinn hefur að geyma og hvað skiptir hann máli. Að sjálfsögðu skiptir það höfuðmáli að foreldrar séu áreiðanlegir og traustsins verðir.“

Glæða vöxt

„Foreldra ættu ekki að veigra sér við að gera kröfur til unglinga. Gott líf krefst þess að einstaklingurinn sé sífellt að vaxa, þroskast og verða betri. Á unglingsárunum gegna foreldrar lykilhlutverki í því að hvetja unglingana áfram til þess að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Foreldrar þurfa að hjálpa unglingum til að sjá sýna framtíðarmöguleika sína því framtíðin er oft í þeirra augum flókin og full af hindrunum. Í þessu efni, eins og flestum öðrum, er nauðsynlegt að taka tillit til hugmynda unglinganna og hæfni þeirra um leið og foreldrar reyna að styrkja hvorttveggja. Til að glæða vöxt er einnig mikilvægt að unglingar séu gerðir ábyrgir fyrir því að fara eftir reglum og virða mörk.“

Veita stuðning

„Foreldrar þurfa að vera duglegir við að hrósa fyrir árangur og stundum einnig fyrir viðleitni. Annað slagið þurfa unglingar hreinlega á hjálp og endurgjöf foreldra sinna að halda til þess að ljúka verkefnum og ná markmiðum sínum. Foreldrar verða líka að vera tilbúnir til að taka upp hanskann fyrir unglingana þegar það á við, til dæmis ef aðrir fullorðnir eru ekki að veita nægilegan stuðning. Stuðningurinn felst þó ekki einvörðungu í þessu heldur verða foreldrar einnig að gera sér grein fyrir mikilvægi sínu sem fyrirmyndir.“

Deila ákvarðanavaldi

„Það skiptir miklu máli að hlustað sé á unglinga og að þeir fái að taka þátt í ákvarðanatöku. Foreldrar eiga að taka unglinga alvarlega og koma fram við þá af sanngirni. Þeir verða að skilja og aðlaga sig að þörfum þeirra, áhuga og hæfni.“

Auka möguleika

„Nauðsynlegt er að sjóndeildarhringur unglinga verðir sífellt víðari og þeim sé veittur aðgangur að nýjum tækifærum. Foreldrar gegna lykilhlutverki í að kynna unglingum nýjar upplifanir, hugmyndir og staði. Þeir þurfa einnig að hjálpa þeim að yfirvinna nýjar hindranir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda