Grimes útskýrir nafnið á syninum - X Æ A-12

Sonur Elon Musk og Grimes hefur fengið nafnið X Æ …
Sonur Elon Musk og Grimes hefur fengið nafnið X Æ A-12. AFP

Tónlistarkonan Grimes og athafnamaðurinn Elon Musk eignuðust sitt fyrsta barn saman í byrjun vikunnar. Faðirinn stolti greindi fljótlega frá nafninu á Twitter og fékk drengurinn nafnið X Æ A-12. Mörgum þótti þetta heldur undarlegt nafn og töldu Musk vera að grínast. 

Musk var hinsvegar ekki að grínast, það hefur kærasta hans Grimes staðfest. Hún hefur líka útskýrt hvað nafnið þýðir. 

„X,óþekkta breytan

Æ, mín stafsetning á Ai (ást og eða gervigreind)

A-12 = undanfari SR-17 (uppáhald flugfarsins okkar). Engin vopn, engar varnir, bara hraði. Frábær í orrustu en ekkert ofbeldi 

+

(A= Archangel, uppáhalds lagið mitt)

(málm rotta),“ skrifaði Grimes á Twitter. 

Talan 12 stendur fyrir ár rottunnar í Kína en samkvæmt kínverskum stjörnumerkjum er árið 2020 ár málm rottunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda