Fólk í ættleiðingarferli í biðstöðu

Krist­inn Ingvars­son hjá Íslenskri ættleiðingu segir búið að para saman …
Krist­inn Ingvars­son hjá Íslenskri ættleiðingu segir búið að para saman foreldra og börn. Foreldrarnir þurfa þó að bíða. Ljósmynd/Colourbox.dk

Krist­inn Ingvars­son, fram­kvæmda­stjóri Íslenskr­ar ætt­leiðing­ar, seg­ir kór­ónu­veir­una hafa haft áhrif á starf­semi fé­lags­ins eins og á annað í þjóðfé­lag­inu. For­eldr­ar bíða nú eft­ir því að hitta börn sem þeir hafa verið paraðir við.

Búið er að para sam­an for­eldra á Íslandi við börn er­lend­is og er nú verið að bíða eft­ir grænu ljósi.

„Það er verið að bíða eft­ir grænu ljósi frá upprunalöndunum. Ann­ars veg­ar er verið að bíða eft­ir því að landa­mæri opn­ist og hins veg­ar að verðandi for­eldr­ar fái heim­ild til þess fara inn á heimili barnanna. Þetta eru viðkvæm­ir staðir, barna­heim­ilin eða heimili þar sem börn eru í fóstri fyrir ættleiðingu. Það má ekki taka neina sénsa,“ seg­ir Krist­inn.

For­eldr­ar sem eru að bíða eft­ir því að ætt­leiða barn þekkja bið vel.

„Þetta ástand reyn­ir mjög á. Þú venst því ástandi að bíða. Þú get­ur al­veg orðið óþol­in­móður og viðþols­laus en það er bara eitt­hvað ástand sem þú þekk­ir. Svo kem­ur að þessu, þess­ari stór­kost­legu breyt­ingu í lífi þínu að þú veist að nú ert þú að bíða eft­ir ná­kvæm­lega þessu barni.“

Krist­inn seg­ir að lokafrágangur ættleiðingar taki mis­mun­andi lang­an tíma. Til­finn­inga­legu tengsl­in eru þó til staðar um leið og fólk fær senda mynd. 

„Þú ert kom­inn með upplýsingar um barn og mynd af því og strax byrjar þú að tengjast þessu barni. Þarna ertu kom­inn á þann stað að barnið á þig til­finn­inga­lega, þó að það sé ekki búið að ganga frá laga­lega hlut­an­um enn þá,“ seg­ir Krist­inn. Hann seg­ir fólk vera orðið for­eldra í hjart­anu. 

Vinnu­álagið hef­ur breyst á meðan kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hef­ur verið í gangi. Færri fyrstu viðtöl hafa farið fram og um tíma var mjög ró­legt í þeim hefðbundnu störf­um sem fé­lagið sinn­ir alla jafna, svo sem ráðgjöf og stuðningi við fjölskyldurnar eða leik- og grunnskóla sem allir hafa starfað með breyttu sniði. Þá hefur meiri samvera fjölskyldnanna vonandi verið uppbyggjandi tími og tilvalið að nota hann til að styrkja tengslin.

All­ir sam­starfsaðilar Íslenskr­ar ætt­leiðing­ar er­lend­is eru nú að vinna að heiman þar sem skrifstofur hafa lokað og eng­in ný vinna hef­ur farið í gang þar sem öll upp­runa­lönd­in loka nú landa­mær­um sín­um. 

Kristinn segir starf sitt vera það skemmtilegasta í heimi. Hér …
Kristinn segir starf sitt vera það skemmtilegasta í heimi. Hér er hann að skála með samstarfskonum sínum, Rut Sigurðardóttur og Ragnheiði Davíðsdóttur, fyrir fjölskyldu sem var að sameinast. Ljósmynd/Aðsend

Kristinn seg­ir starf sitt vera besta starf í heimi.

„Kjarni ætt­leiðinga­fé­lags­ins er að vinna í þágu barna, munaðarlausra barna. Í öllum tilfellum er um að ræða barna­vernd­ar­mál í upp­runa­landi þeirra, en þau eiga rétt á því að eiga fjöl­skyldu. Fólkið sem nýt­ur þjón­ust­unn­ar hér á ekki rétt á því að vera for­eldr­ar en hefur til þess djúpa þrá. Íslensk ættleiðing er vett­vang­ur­inn til að tengja á milli barna sem vant­ar for­eldra og fólks sem lang­ar til að verða for­eldr­ar. Þannig að þetta er al­gjört „win win“-ástand. Þarna eru all­ir að græða. Það er stór­kost­leg upp­lif­un að fá að taka þátt í þessu ævintýri með þess­um fjöl­skyldum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda